Fćrsluflokkur: Trúmál og siđferđi

Kínversk jól

Jól eru haldin hátíđleg í flestum ríkjum heimsins. Kína er ţar engin undantekning.

 Jólahald hefur orđiđ ć vinsćlla í Kína eftir ţví sem vestrćn áhrif hafa aukist og efnahagur batnađ. Á ţetta einkum viđ um stćrstu borgirnar. Víđa um landiđ eru kristnar kirkjur og ţar sem kristnir söfnuđir eru halda menn jól.

Sögur hafa fariđ af ţví ađ ásókn í miđnćturmessu á jólanótt sé svo mikil ađ kirkjurnar rúmi vart ţann fjölda sem ţangađ sćkir. En flestir, sem gera sér dagamun um jólaleytiđ í Kína, hugsa lítiđ um uppruna ţessarar kristnu hátíđar. Hjá ţeim eru jólin eins konar ađdragandi kínversku nýárshátíđarinnar, sem er meginhátíđ landsmanna.

Á umliđnum árum hefur ţađ fćrst í vöxt ađ fólk skiptist á jólagjöfum. Jólin ţykja kjörin til ţess ađ gefa vinum og ţeim, sem fólki ţykir vćnt um, jólagjafir og margir gera sér dagamun í mat og drykk. Víđa skreytir fólk jólatré, sem í Kína eru yfirleitt kölluđ „ljósatré" og börn hengja upp músastiga í ţeirri von ađ jólasveinninn (圣诞老人) fćri ţeim gjafir.

Jólin í stórborgunum markast mjög af aukinni verslun, miklum ljósaskreytingum og stórveislum (jólabođum) sem haldin eru á ađventunni. Alţjóđaútvarpiđ í Beijing spurđi fyrir nokkru vegfarendur um ástćđur ţess ađ haldin vćru jól. Örfáir vissu eitthvađ um Jesúm Krist, en flestir sögđu ađ jólin vćru hátíđ gleđi, veislna og góđs matar. Ađ sögn fréttamannsins fer misjafnt orđ af ţessum jólabođum, einkum ţar sem unglingar eiga í hlut. Einn viđmćlandinn hafi orđ á ţví ađ engin ástćđa vćri til ađ taka upp vestrćna hátíđ, ef engin siđfrćđileg eđa trúarleg gildi fylgdu henni. Ţví vćri Kínverjum nauđsynlegt ađ finna hátíđinni einhvern annan tilgang en ţann ađ skemmta sér og eyđa fé.

 

Arnţór Helgason


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband