Færsluflokkur: Félagsmál

Aðalfundur Kím 23. október 2010

Aðalfundur Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM) verður haldinn laugardaginn 23. október nk. kl. 16:00 í sal Bókasafns Seltjarnarness. Salurinn er á 2. hæð Eiðistorgs til vinstri við dyr bókasasafnsins.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.

Á fundinum verður fjallað um nýstofnaðan menningarsjóð Kína og Íslands. Þá verða kynnt markmið sem unnið er að fyrir félagið og rætt um starfið framundan. Stjórnin hefur hug á að kjörið verði í nokkrar starfsnefndir til þess að auka innra starf félagsins.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og gjarna taka með sér gesti. Nýir félagsmenn eru boðnir hjartanlega velkomnir.

Á fundinum verður lagt til að 6. gr. laga félagsins hljóði svo:

6. gr.

Félagsgjald skal ákveðið á aðalfundi. Heimilt er að veita afslátt af félagsgjaldi. Skulu einkum njóta hans námsmenn, ellilífeyrisþegar og öryrkjar. Þá er heimilt að veita fjölskyldum afslátt þannig að einungis einn einstaklingur á hverju heimili greiði fullt gjald.

Stjórn félagsins skal leggja fram tillögur um slíkan afslátt á aðalfundi.

Að loknum aðalfundi verður boðið í teiti (partí) á heimili Guðrúnar Margrétar Þrastardóttur að Tröllateigi 43, Mosfellsbæ. -- Þátttaka óskast vinsamlegast tilkynnt í síma 5611703, 8973766 eða með tölvupósti á netfangið kim@kim.is, fyrir kl. 22 á fimmtudagskvöld 21. október.
 
Stjórn KÍM


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband