40 ár frá stofnun stjórnmálasambands á milli Íslands og Kína

Í dag, 8. desember, eru 40 ár síđan Ísland og Kínverska alţýđulýđveldiđ tóku upp stjórnmálasamband. Um ađdraganda ţessa merkisatburđar segir svo í bók Péturs J. Thorsteinssonar, Utanríkisţjónusta Íslands og utanríkismál á bls. 1069: „Hinn 10 nóvember 1971 gekk Sigurđur Bjarnason sendiherra í Kaupmannahöfn á fund kínverska sendiherrans ţar samkvćmt fyrirmćlum utanríkisráđuneytisins og tilkynnti honum ađ ríkisstjórn Íslands óskađi ađ semja viđ Pekingstjórnina um stjórnmálasamband. Um viku seinna bárust jákvćđ svör Kínverja. Engin vandkvćđi voru á samningum ţví ađ Ísland hafđi engin tengsl viđ ríkisstjórnina á Formósu (Taiwan). Viđrćđur fóru síđan fram á milli sendiráđa Íslands og Kína í Kaupmannahöfn og 14. desember 1971 var undirritađ samkomulag um stjórnmálasambandiđ".

Ísland varđ ţar međ 69. landiđ til ađ taka upp stjórnmálasamband viđ Kína, síđast Norđurlandana. Kínverjar opnuđu sendiráđ í Reykjavík áriđ eftir og var Chen Dong skipađur fyrsti sendiherra ţeirra međ ađsetur á Íslandi. Íslendingar opnuđu sitt sendiráđ í Kína áriđ 1995 og var Hjálmar W. Hannesson fyrsti sendiherra Íslands gagnvart Kína međ ađsetur í Peking.   

Magnús Björnsson  

                                                                                                                               

 

chendong_1125226.jpg

Chen Dong var fyrsti sendiherra Kínverska alţýđulýđveldisins gagnvart íslandi međ ađsetur í Reykjavík. Hann var sendiherra Kína á Íslandi til ársins 1977 ţegar hann tók viđ stöđu sendiherra Kína í Austur-Ţýskalandi. Hann lést fyrr á ţessu ári, 97 ára ađ aldri.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband